Saturday, June 03, 2006

Bahahahahaha! This is hilarious!

If you don't understand Icelandic I'm sorry, cause this is hilarious! So funny! Here we go, enjoy!

Nokkrir gullmolar úr læknaskýrslum:

- Að höfðu samræði við lækni féllst hann á að koma sjálfviljugur inn.

- Á öðrum degi var hnéð betra og á þriðja degi var það alveg horfið.

- Daginn fyrir innlögn borðaði hún kvöldmat á eðlilegan hátt með kjötbollum.

- Eðlileg augnskoðun fyrir utan sérkennilegt andlitsfall...

- Eftir það var hún í samkvæmi...

- Fékk vægan verk undir morgunsárið...

- Hún hefur þroskast eðlilega framan til...

- Hún rann til á svelli og virðist að lappirnar á henni hafi farið í sitt hvora áttina í byrjun desember.

- Húðin var rök og þurr.

- Misnotaði áfengi í óhófi áður fyrr...

- Móðir getur látið barnið sitja með því að setja fæturna í hring...

- Nú er svo komið fyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf...

- Saga er fengin hjá uppgefnum ættingjum...

- Sjúklingur á vanda til að fara austur í sveit um helgar. Þar datt undan henni hestur...

- Sjúklingur var í morgun að drekka te og borða maís þegar að bar mann sem heitir Kristmundur.

- Skoðun við komu leiðir í ljós unglingspilt...

- Tekin var mynd af sjúklingi sem sýndi breytingar í Hafnarfirði...

- Við komu á spítalann var sjúklingur fljótlega skoðaður af undirrituðum og kemur þá í ljós að um er að ræða 46 ára karlmann sem er mjög þrekvaxinn og vöðvastæltur...

- Við rectal exploration fannst stækkaður skjaldkirtill...

- Við skoðun á sjúklingi kemur fram áberandi kyndeyfð...

- Við skoðun eru engar eitlastækkanir að gagni...

- Það sem fyllti mælinn var þvagleki...

- Það vottar fyrir gyllinæð hægra megin á kálfa...

- Þegar hann var lagður inn hafði ör hjartsláttur stoppað og honum leið betur.

- Þessi maður veit ekkert um skyldleika í ætt....

- Sjúklingur batnar ef lagst er ofan á hann...

- Sjúklingur borðar reglulegt mataræði...

- Sjúklingur er ekki þekktur fyrir að fremja sjálfsmorð.

- Sjúklingur er fertug, að öðru leyti ekkert athugavert.

- Sjúklingur er svo hress að hann gæti gengið langleiðina til Akureyrar...

- Sjúklingur er tilfinningalaus frá tá og niður úr.

- Sjúklingur fékk sér vöfflur í morgunmat og var kominn með lystarstol í hádeginu.

- Sjúklingur fékk þá mjög langsótt kvef...

- Sjúklingur fær verki í bringuna ef hún liggur á vinstri hlið lengur en í eitt ár.

- Sjúklingur hefur aldrei fundið fyrir þessum verkjum nema þegar hann vaskar upp í sumarbústað - en er ráðlagt eftirlit ef verkirnir koma fram við önnur tækifæri...

- Sjúklingur hefur átt við gott heilsufar að stríða...

- Sjúklingur hefur fremur óbærilega verki...

- Sjúklingur hefur formlegar hægðir...

- Sjúklingur hefur skilið eftir hvítu blóðkornin á öðrum spítala.

- Sjúklingur hefur verið að þyngjast af asmanum sl. sólarhring...

- Sjúklingur hefur verið mædd sl. fimm ár...

- Sjúklingur hefur verið niðurdreginn alveg síðan hann byrjaði að hitta mig 1983.

- Sjúklingur lenti á parketgólfi og bar fyrir sig höndina með þeim árangri að hún brotnaði...

- Sjúklingur hefur verið í vandræðum með gervifótinn en hann hefur haft fjóra fætur frá því að hann lenti í slysinu, en þann síðasta fékk hann í apríl sl.

- Sjúklingur lærði söngnám...

- Sjúklingur tekur engin lyf en magnyl þess á milli...

- Sjúklingur tárast og grætur stöðugt. Virðist líka vera niðurdreginn.

- Sjúklingur var í góðu ásigkomulagi þangað til flugvélin hans varð eldsneytislaus og hrapaði.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ha ha ha... þetta er alger snilld :D

3:13 PM  
Blogger Paul said...

Well, I can't understand a word of it... but if I read it aloud, it sure sounds hilarious! :-)

10:49 PM  

Post a Comment

<< Home